Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur

Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“.

Vegir víða ó­færir eða lokaðir

Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn.

Selenskí sagður uggandi vegna for­seta­kosninganna vestan­hafs

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur áhyggjur af því að mögulegar breytingar á hinu pólitíska landslagi Vestanhafs muni hafa áhrif á gang stríðsins í Úkraínu. „Bandaríki skilja að ef þeir hætta að aðstoða okkur þá vinnum við ekki,“ sagði forsetinn í viðtali við AP.

Adidas setur sig upp á móti merki Black Lives Matter

Íþróttavörurisinn Adidas hefur farið þess á leit við yfirvöld í Bandaríkjunum að hafna umsókn Black Lives Matter Global Network Foundation um einkaleyfi á merki stofnunarinnar, sem inniheldur þrjár gular línur.

Hættan á hryðjuverkum sögð veruleg og viðbúnaður aukinn

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að hækka áhættumat fyrir Norður-Írland upp á næst hæsta viðbúnaðarstig, sem þýðir að hryðjuverk þykja afar líkleg. Ákvörðnin var tekin í kjölfar skotárásar á háttsettan yfirmann í lögreglunni í febrúar.

Sjá meira