Fótbolti

Haaland að verða pabbi

Siggeir Ævarsson skrifar
Erling Haaland tilkynnti um óléttuna á samfélagsmiðlum eftir leik kvöldsins
Erling Haaland tilkynnti um óléttuna á samfélagsmiðlum eftir leik kvöldsins Twitter@ErlingHaaland

Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni.

Haaland skoraði tvö mörk þegar Noregur lagði Slóveníu 3-0 í Þjóðadeildinni. Hann er búinn að skora 34 mörk í aðeins 36 landsleikjum en gamla metið átti Jørgen Juve og hefur það staðið síðan 1937.

Eftir leikinn birti Haaland myndina sem sést hér að ofan á samfélagsmiðlum með einföldum texta, „Soon“, eða „Bráðum“ og lét tjákn af kornabarni fylgja svo ekkert færi á milli mála í þessum skilaboðum.

Unnusta Haaland er landi hans Isabel Haugseng Johansen og er fjórum árum yngri en hinn 24 ára Haaland. Liðsfélagar hans í landsliðinu höfðu ekki hugmynd um að þau ættu von á barni og því síður að þessi tilkynning kæmi eftir leikinn og því var afar kátt á hjalla í klefanum eftir leik þegar tíðindin bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×