Umsvifamikill verktaki bætist í hóp stærstu hluthafa Reita Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu. 10.2.2025 14:59
Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur. 10.2.2025 12:21
Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. 9.2.2025 12:40
Stjórn SKEL boðar sex milljarða arðgreiðslu til hluthafa Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018. 6.2.2025 18:33
Viska skilaði 43 prósenta ávöxtun eftir mikinn meðvind á rafmyntamörkuðum Á öðru heila rekstrarári Visku Digital Assets, sem einkenndist af metinnflæði í Bitcoin-kauphallarsjóði og breyttu viðhorfi stofnanafjárfesta til rafmyntamarkaða, skilaði fagfjárfestasjóðurinn ríflega 43 prósenta ávöxtun. Á árinu 2025 eru væntingar um að Bitcoin fái aukið vægi hjá stofnanafjárfestum, að sögn sjóðstjóra Visku, jafnframt því sem búast má við miklu frá nýjum yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars að settur verði á fót varaforði í Bitcoin. 6.2.2025 14:27
Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en áfram þörf á þéttu aðhaldi Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir. 5.2.2025 09:15
Bjóða hluthöfum útgöngu út úr Eyri með greiðslu bréfa í JBT-Marel Stjórn Eyris Invest, einn stærsti hluthafinn í JBT-Marel Corporation, áformar að leggja það til við aðalfund að hlutafé þess verði lækkað með því að bjóða öllum hluthöfum kost á útgöngu út úr fjárfestingafélaginu, sem yrði einkum gert með greiðslu í bréfum í sameinuðu fyrirtæki JBT-Marel. Eftir að hafa fengið meðal annars í sinn hlut tugmilljarða greiðslu í reiðufé við samruna félaganna, sem var nýtt til greiða upp skuldir við íslenska banka, er Eyrir nú orðið skuldlaust. 5.2.2025 06:01
Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn. 4.2.2025 17:10
Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. 3.2.2025 15:33
Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds. 3.2.2025 11:09