Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Engin tak­mörk“ virðast vera á sí­vaxandi út­þenslu eftir­lits­iðnaðarins

Fráfarandi stjórnarformaður Arion skaut föstum skotum á það sem hann kallaði „sístækkandi og íþyngjandi hlutverk eftirlitsiðnaðarins“ á aðalfundi bankans fyrr í dag og sagði þá þróun valda honum áhyggjum í starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi, einkum í bankarekstri. Engin takmörk væru á útþenslu slíkra stofnana og starfsfólk þess virtist oft þurfa að sanna tilvist sína með því að kalla sífellt eftir strangri eftirliti og fleiri skýrslum.

Ríkið að ráðast í fyrstu grænu út­gáfuna með evru­bréfi til tíu ára

Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði.

Háir raun­vextir þrengja að rekstrar­um­hverfi fyrir­tækja næstu misserin

Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.

Til­laga um kaup­réttar­kerfi fékkst ekki sam­þykkt eftir and­stöðu frá Gildi

Áform stjórnar Regins um innleiðingu á kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur hlaut ekki samþykki nægjanlega mikils meirihluta hluthafa á aðalfundi fasteignafélagsins sem lauk fyrr í dag. Lífeyrissjóðurinn Gildi, fimmti stærsti hluthafi félagsins, hafði lagt fram bókun í aðdraganda fundarins og lagst gegn tillögu stjórnarinnar.

Bið á vaxta­lækkun meðan ó­vissa er um fjár­mögnun á kjara­pakka stjórn­valda

Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi.

Sala á Ís­lands­banka myndi auka líkur á upp­færslu hjá vísi­tölu­fyrir­tækjum

Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum.

LSR setti öll sín at­kvæði á Guð­jón í stjórnar­kjörinu hjá Festi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári.

„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnu­brögðum og beinni í­hlutun líf­eyris­sjóða“

Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.

Lög­maðurinn John Van De North bætist í hóp eig­enda BBA//Fjeldco

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem starfrækir meðal annars skrifstofu í Mayfair í London, hefur stækkað teymi sitt þar í borg með því að fá til liðs við sig bandaríska lögmanninn John Van De North. Hann er með áratuga reynslu af ráðgjöf við stór fjármögnunarverkefni og var áður einn eiganda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Goodwin í London.

Hætta á að kosning á grund­velli að­eins hæfis­mats skili „of eins­leitri“ stjórn

Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.

Sjá meira