Stjórnendur Arion segja „hamlandi starfsumhverfi“ kalla á meiri vaxtamun Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion. 16.3.2023 10:21
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15.3.2023 09:03
Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s. 15.3.2023 07:01
Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haftengdra fjárfestinga Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi. 13.3.2023 07:01
Útgáfa Landsbankans á evrubréfum ætti að styðja við gjaldeyrismarkaðinn Með sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum í evrum fyrir jafnvirði um 45 milljarða íslenskra króna er búið að eyða áhyggjum fjárfesta af endurfjármögnun bankanna sem ætti að styðja við gjaldeyrismarkaðinn. Kjörin á skuldabréfum Landsbankans voru á sambærilegu vaxtaálagi borið saman við útistandandi sértryggð evrubréf Íslandsbanka á eftirmarkaði. 10.3.2023 11:58
Bankastjóri Arion: Ættum að njóta sömu lánskjara og önnur norræn ríki Ísland ætti á komandi árum að geta séð fram á betri fjármögnunarkjör á erlendum lánamörkuðum samhliða væntingum um að hugverkaiðnaður verði brátt ein helsta útflutningsstoð hagkerfisins, að sögn bankastjóra Arion. Fyrirliggjandi þjóðhagsspár vanmeta áætlanir um vöxt útflutningstekna og því eru líkur á að „hagvaxtarhorfur séu allt aðrar og miklu betri“. 10.3.2023 10:22
Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verðfall á bréfum Marels Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent. 9.3.2023 10:19
Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7.3.2023 10:55
Á annan tug einkafjárfesta keyptu breytanleg skuldabréf á Alvotech Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir. 6.3.2023 15:57
Gildi minnkar stöðu sína í Símanum um meira en fjórðung Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem hefur verið einn allra stærsti hluthafi Símans um langt skeið, seldi meira en fjórðung bréfa sinna í fjarskiptafélaginu í liðnum mánuði. Að undanförnu hafa stærstu lífeyrissjóðir landsins verið að selja sig nokkuð niður í Símanum. 3.3.2023 12:06