Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum. 7.2.2023 06:31
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6.2.2023 12:01
Ardian: Auðveldara að fjárfesta á Íslandi ef samkeppnislögin eru eins og í Evrópu Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar. 5.2.2023 13:56
Samruni myndi styrkja lánshæfi bæði Kviku og Íslandsbanka, segir Moody´s Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s. 4.2.2023 15:54
Ósk um hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða kom peningastefnunefnd á óvart Sú ákvörðun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í upphafi faraldursins árið 2020 að beina því til íslensku lífeyrissjóðanna um að gera tímabundið hlé á gjaldeyriskaupum sínum kom öðrum nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans „á óvart“ að sögn erlendra sérfræðinga sem hafa gert ítarlega úttekt á starfsemi bankans. 4.2.2023 12:25
Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir áformaðar samrunaviðræður Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær. 3.2.2023 09:30
Lækkandi vaxtaálag á evrubréf bankanna ætti að „róa gjaldeyrismarkaðinn“ Eftir að hafa lækkað nær stöðugt í verði frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um 2,5 prósent gagnvart evrunni síðustu þrjá viðskiptadaga. Tilkynning Símans um sölu á skuldabréfi fyrir um 16 milljarða til félags í rekstri Ardian réð miklu um styrkingarspíralinn í gær, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði, en væntingar eru eins um að lækkandi vaxtaálag á erlendar útgáfur bankanna geti haft áhrif á gengi krónunnar til styrkingar. 31.1.2023 10:22
Fjárfestar seldu í hlutabréfasjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa. 30.1.2023 07:00
Vaxtaálag á bréf bankanna heldur áfram að „falla eins og steinn“ Vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt hefur haldið áfram að lækka á eftirmarkaði og standa bankarnir því mun betur að vígi en þeir gerðu um áramótin þegar kemur að erlendri fjármögnun. 26.1.2023 13:25
Íslenskir stjórnendur svartsýnni á árangur í loftlagsmálum en þeir erlendu Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið. 25.1.2023 10:59