Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grein­endur stóru bankanna með ó­líka sýn á gengis­þróun krónunnar

Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu.

For­dæma­laus hús­leit þegar ESA beitti sjálf­stæðum vald­heimildum sínum

Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla.

Stjórnar­slit og frestun á banka­sölu muni hafa lítil á­hrif á skulda­bréfa­markaðinn

Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika.

„Risa­stórt“ fjár­mögnunar­gat sem þarf að brúa frestist salan á Ís­lands­banka

Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði.

Fjár­hags­staða sveitar­fé­laga býður ekki upp á aukna skuld­setningu

Fjárfesting sveitarfélaga jókst um meira en fimmtung á liðnu ári þegar hún var samtals nálægt áttatíu milljarðar en þungur rekstur þýddi að þær fjárfestingar voru að hluta fjármagnaðar með lántökum sem jók enn á skuldirnar. Ekki er hins vegar útlit fyrir að sveitarfélagastigið megi við lækkandi fjárfestingarstigi á komandi árum, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vill að virðisaukaskattur á fjárfestingar þeirra verði afnumin.

Út­lit fyrir að heildar­tekjur Controlant skreppi saman um nærri sex­tíu prósent

Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar.

Ekki meira inn­flæði í ríkis­verð­bréf í sjö mánuði með kaupum er­lendra sjóða

Eftir að erlendir fjárfestar höfðu verið nettó seljendur á ríkisverðbréfum á undanförnum mánuði varð talsverður viðsnúningur í september þegar þeir fjárfestu fyrir samtals nærri sjö milljarða króna, einkum í lengri skuldabréfum. Allt útlit er fyrir að kaup sjóðanna hafi haldið áfram í þessum mánuði og átt sinn þátt í skarpri gengisstyrkingu krónunnar.

Controlant frestar hlut­hafa­fundi að beiðni hóps ó­á­nægðra hlut­hafa

Stjórn Controlant hefur fallist á beiðni hóps hluthafa um að fresta hlutafundi félagsins, sem átti að fara fram á morgun, um eina viku þannig að þeim gefist tími til að koma fram með breytingartillögur fyrir fundinn. Veruleg óánægja hefur verið í röðum margra stórra einkafjárfesta með þá tillögu að fara í hlutafjárhækkun í því skyni að verja þá fjárfesta sem komu inn í síðasta hlutafjárútboði félagsins fyrir þeirri lækkun á hlutabréfaverði sem er að óbreyttu væntanleg í yfirstandandi útboðsferli.

Seldi nærri þriðjungs­hlut af makríl­kvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði

Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum.

Krónan styrkist þegar ríkis­bréfin komust á radarinn hjá er­lendum sjóðum

Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.

Sjá meira