Íþróttafréttamaður

Ingvi Þór Sæmundsson

Ingvi Þór er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pillur afa hafi laumast í eftir­rétt Valievu

Rússneska skautakonan Kamila Valieva, sem var dæmd í fjögurra ára bann fyrir ólöglega lyfjanotkun, hefur komið með útskýringu á því hvað hafi getað valdið því að hún féll á lyfjaprófi.

Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu á­fram að skína

Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð.

Saka Njarðvíkinga um að falsa undir­skrift

Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar.

Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum

ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki.

Gætu tapað stigum ef þeir reka Pochettino

Það gæti reynst Chelsea dýrt að reka knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino, ekki bara í milljónum talið heldur gæti liðið einnig tapað stigum á því.

Sjá meira