Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. 27.9.2024 15:46
Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. 27.9.2024 12:33
Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. 27.9.2024 11:11
Kristín Benediktsdóttir nýr umboðsmaður Alþingis Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefnd sem næsti umboðsmaður Alþingis. 26.9.2024 11:15
Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. 26.9.2024 11:00
Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. 25.9.2024 14:07
Segir fjármálaráðherra ekki kunna að reikna Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sótti hart að Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra í ræðustól þingsins í óundirbúnum fyrirspurnum nú fyrir stundu. 24.9.2024 15:40
Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. 24.9.2024 13:58
„Æi góði hoppaðu upp í rassgatið á þér!“ Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður fékk dónaskapinn sem hann auglýsti eftir og gott betur. 24.9.2024 13:25
Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. 24.9.2024 08:02