Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Af­hroð vinstrisins er rosa­legt“

Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins  sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2.

Hefur smekk fyrir lé­legum B-myndum, braski og sorpi

Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima.

Ekkert D-vítamín í kæstum há­karli

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur uppteknum hætti á Facebook og boðaðar nú hákarlaát og segir að í honum sé mikið D-vítamín. Því er hins vegar haldið fram, á móti, að svo sé hreint ekki.

„Ég mun deyja á þessari hæð“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum.

Opnunin á Blöndu­hlíð var engin opnun

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra.

Arnaldur til­nefndur til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar nú rétt í þessu. Arnaldur Indriðason, Jón Kalman Stefánsson, Gerður Kristný, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Kristín Ómarsdóttir fara fyrir fríðum hópi en þau eru tilnefnd í flokki skáldverka.

Allt á suðu­punkti í Þor­láks­höfn vegna kosninganna

Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu.

Dóms­mál setur á­form Heidelberg í upp­nám

Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám.

Bitist af mikilli hörku um at­kvæði í­búa í Ölfusi

Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir.

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Sjá meira