Búið að úthluta listamannalaunum Listamenn eru núna um þessar mundir að opna bréf frá Rannís en þar er þeim tilkynnt hvort þeir hreppi listamannalaun eða ekki. 4.12.2023 11:34
Þessir eru tilnefndir til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023 voru kynntar nú rétt í þessu, í Eddu, húsi íslenskra fræða. 1.12.2023 16:42
Pétur Jóhann gripinn glóðvolgur af grjóthörðum stöðumælaverði „Hvað tekur langan tíma að fá sér kaffi?“ spyr Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur félaga sinn Sverri Þór Sverrisson sem betur er þekktur sem Sveppi krull. En hann lagði bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði. 30.11.2023 16:33
Pálmi fékk stöðumælasekt á einkastæði Pálmi Gestsson leikari er ómyrkur í máli um framgöngu stöðumælavarða Reykjavíkurborgar en hann fékk stöðumælasekt inni á einkastæði Þjóðleikhússins. 30.11.2023 13:17
Egill varar við knáum stöðumælavörðum Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. 30.11.2023 11:25
Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ 30.11.2023 10:09
Nasistarnir kitla alltaf Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana. 30.11.2023 07:02
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29.11.2023 15:55
Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. 29.11.2023 15:06
Loðið orðalag í tímamótaáætlun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. 29.11.2023 14:28