„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28.6.2024 20:22
Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. 28.6.2024 18:47
Endurvekja gamlan draum um heilsulind í Perlunni Zeppelin arkitektar hafa auglýst eftir samstarfsaðila til að kaupa Perluna og byggja þar hótel, heilsulind og baðlón. Orri Árnason arkitekt, segir að hugmyndin sé rúmlega tíu ára gömul, en nú sé aftur tækifæri til að láta hana raungerast. 27.6.2024 16:28
Fjölga leikskólaplássum í miðbænum Samþykkt var á í borgarráði í dag að fjölga leikskólaplássum í leikskólanum Miðborg í miðbæ Reykjavíkur um 75. Rekstarleyfi leikskólans Miðborgar hefur verið fært upp 161 barn en sem stendur eru þar 86 börn með pláss. 27.6.2024 16:25
Fimm ár fyrir tilraun til manndráps á aðfangadag Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. 27.6.2024 14:52
Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27.6.2024 13:49
Veittu leyfi fyrir umdeilda girðingu á Selfossi Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs. 26.6.2024 22:01
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26.6.2024 21:13
Fundu skammbyssu í fjörunni í miðbænum Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur. 26.6.2024 20:20
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26.6.2024 19:33