Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. 5.8.2024 13:53
Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. 5.8.2024 12:27
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5.8.2024 09:19
Starmer heldur neyðarfund vegna óeirðanna Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum. 5.8.2024 08:46
Ofurölvi vistaður í fangaklefa Tilkynnt var um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Ekki reyndist unnt að koma viðkomandi heim og þurfti því að leyfa honum að gita í fangaklefa þangað til runnið væri af honum. 5.8.2024 07:47
Dregur úr vindi með morgninum Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, í Breiðafirði, Ströndum, Norðurlandi vestra, Faxaflóa og á Austfjörðum. Spáð er norðaustan 10 - 18 m/s, hvassast norðvestan til, og talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum og Ströndum. 5.8.2024 07:37
Íslendingar öllu veðri vanir Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er. 2.8.2024 23:35
Haukur Halldórsson myndlistarmaður látinn Haukur Halldórsson myndlistamaður lést á heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hann skilur eftir sig börn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 15. 2.8.2024 23:13
Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2.8.2024 22:40
Bílarnir ónýtir og tveir fluttir á sjúkrahús Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Hvalfjarðargöngunum í dag. Bílarnir óku úr gagnstæðri átt og skullu saman. Bílarnir eru sennilega ónýtir. 2.8.2024 21:39