Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ragnar Stefáns­son jarð­skjálfta­fræðingur látinn

Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var landsþekktur sem helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar og var einnig áberandi í félagsstörfum af ýmsu tagi.

Verð­­skrá Luft­hansa hækkar vegna nýs um­­hverfis­­gjalds

Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins.

Sex fyrir­tæki sektuð vegna nikotín­aug­lýsinga

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund.

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Magnús Geir endur­ráðinn þjóð­leik­hús­stjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Grá­sleppu­sjó­menn hafi lengi kallað eftir kvóta­setningu

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil.

Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda

Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda.

Mark­miðið sé að út­rýma smá­báta­sjó­mönnum

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar.

Brjóta rúður í Grafar­vogi vegna Tiktok-æðis

Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt.

Firra að hafa ekki kjark til að klára lagar­eldis­frum­varpið

Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina.

Sjá meira