Lúxussnekkja Ratcliffe í Reykjavíkurhöfn Sherpa, lúxussnekkja breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, liggur við Grandabakka í Reykjavíkurhöfn. 30.7.2024 11:04
Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. 28.7.2024 14:55
Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. 28.7.2024 14:45
Guðni hljóp í Kerlingarfjöllum og flutti sitt síðasta ávarp Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp. 28.7.2024 12:50
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28.7.2024 12:06
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28.7.2024 08:33
Gæti orðið ófært í Þórsmörk Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgundaginn. Þá er viðbúið að vatnshæð í ám og lækjum hækki umtalsvert og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og við Langasjó. 28.7.2024 07:46
Kýldi leigubílstjórann og borgaði ekki Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn. 28.7.2024 07:33
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27.7.2024 13:51
Eintóm gleði á Bræðslunni Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri um helgina. Bræðslustjóri segir stemninguna með allra besta móti, og eintóm gleði og hamingja sé við völd. Í bænum er ógrynni af fólki og tjaldstæðið er orðið vel þétt. 27.7.2024 13:22