Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. 30.9.2024 14:35
Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni. 30.9.2024 12:12
Ekki í lífshættu eftir stunguárás í Austurbænum Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka. 30.9.2024 10:58
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27.9.2024 16:57
Unglingar á ofsahraða reyndu að stinga lögregluna af Lögreglan á Vesturlandi þurfti að veita bíl eftirför sem ók á ofsahraða um Vesturlandsveg, Borgarfjarðarbraut og Hvítarfjallarveg í Borgarfirði í gærkvöldi. Bílstjórinn og farþegar bílsins voru sautján og átján ára gamlir. 27.9.2024 14:55
Hólmfríður ætlar í ritara VG Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum. 27.9.2024 14:04
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27.9.2024 12:39
Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. 27.9.2024 11:24
Grunur um að fiskar úr landeldi hafi komist í sjó Í byrjun mánaðar varð strok laxfiska úr landeldisstöð Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 27.9.2024 09:58
Sagður hafa nauðgað konu fyrir níu árum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun sem er sögð hafa átt sér stað þann 28. júní 2015, fyrir rúmum níu árum síðan. 27.9.2024 07:00