Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Flugfélagið Norlandair ætlar ekki að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að núgildandi samningur þess við ríkið rennur út um miðjan mars. Byggðaráð Norðurþing skorar á samgönguráðherra að tryggja flug til Húsavíkur allt árið. 13.2.2025 15:26
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13.2.2025 14:07
Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn. 13.2.2025 11:25
Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði að stöðva skyldi framkvæmdir við gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Félag brimbrettafólks kærði framkvæmdina en félagið hefur staðið fyrir mótmælum við Þorlákshöfn í vikunni. 13.2.2025 09:55
Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. 13.2.2025 09:12
Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. 12.2.2025 15:50
Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Embætti saksóknara Evrópusambandsins rannsakar tugi mála þar sem grískir ríkisborgarar þáðu landbúnaðarstyrki frá sambandinu vegna beitilands sem þeir hvorki, áttu, leigðu né stunduðu landbúnað á. Svindlið er sagt eitt það stærsta sinnar tegundar og gæti teygt anga sinna til grískra yfirvalda. 12.2.2025 09:25
Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Jóhann Geir Harðarson hefur verið ráðinn forstjóri bifreiðaskoðanafyrirtækisins Frumherja. Hann tekur við starfinu af Orra Hlöðverssyni sem hefur stýrt fyrirtækinu frá 2006. 11.2.2025 15:40
Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum. 11.2.2025 14:50
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11.2.2025 14:04