Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins, en á þriðja tug öryggismyndavéla sem settar voru upp fara hvergi. Við gerum leiðtogafundinn upp í fréttatímanum og ræðum aukið myndavélaeftirlit í kjölfar fundar við borgarfulltrúa í beinni útsendingu.

Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn

Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn.

Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“

Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar.

Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys

Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten.

Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld?

Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool.

Varð vitni að verstu mar­tröð lýsandans á seinna undan­k­völdinu

Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag.

Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til?

Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram.

Sjá meira