„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 21:15 Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri og frambjóðandi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm „Í starfi mínu sem Orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ Þetta segir Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, kennari við miðstöð norðurslóða við Harvard og frambjóðandi Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi og segir kaup erlendra aðila á jörðum hér á landi ágerast mjög hratt. Hún segist fagna umfjöllun um málefnið og ítrekar að þetta sé henni hjartans mál og ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi farið í pólitík. Íslendingar þurfi að bregðast við áður en það verður of seint. Benti á ásókn í vatn þjóðarinnar fyrir ári Fréttastofa greindi frá því í gær að Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Í kvöld var greint frá því að erlendir fjárfesta hafi boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda. Fjárfestarnir ásældust fjölda annarra jarða að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Halla benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar segir að sífellt fleiri fyrirtæki ásælist vatnsauðlind þjóðarinnar. Snúa þróuninni við áður en það verður um seinan Halla segir það brýnt að við bregðumst við þessari þróun sem allra fyrst áður en það verði of seint. „Ef þú horfir á hver þróunin er á aðgengi að vatni í heiminum þá er orðið miklu erfiðara að nálgast vatn í sumum af þeim landbúnaðarríkjum sem við treystum á. Vatnið er olía okkar tíma og framtíðarinnar. Ekki bara út frá grænni orku heldur líka er þetta þessi grunnvatnsauðlind sem er svo falin. Þetta er ótrúlegt ríkidæmi og þetta er svona slagur sem þarf að taka núna.“ Hún ítrekar að ef erlendir kaupendur falla frá geti það orðið enn meiri vandkvæðum bundið að kaupa auðlindirnar til baka. „Við verðum að bregðast við áður en það verður of seint. Við þurfum að setja ákveðnar takmarkanir eins og í löndunum í kringum okkur. Það eru takmarkanir ef þú horfir til Noregs, það eru takmarkanir ef þú horfir til Danmerkur og Finnlands.“ Hægt að leyfa fjárfestingar án þess að selja auðlindina sjálfa Málið varði hagsmuni til lengri tíma og fullveldi þjóðarinnar í framtíðinni. Mikilvægt sé að kortleggja vatnsauðlindir Ísland til að tryggja matvælaframleiðslu hér á landi. „Það eru vatnsbirgðir geymdar eins og olíubirgðir í sumum ríkjum. Við höfum þetta ríkidæmi og erum ekki búin að kortleggja okkar vatnsauðlind en erum samt byrjuð að selja jarðir og oft á þeim stöðum þar sem vitað er að sé gott grunnvatn.“ Hún tekur fram að það þurfi alls ekki að útiloka alþjóðaviðskipti og fjárfestingar til tryggja auðlindirnar. „Eins og í Ástralíu sem er mjög auðlindaríkt ríki, þá er það þannig að þú getur fengið nýtingarleyfi og verið að flytja út vatn en þú ert þá bara með tímabundið leyfi til að nýta auðlindina. Við getum farið alþjóðlegt samstarf og laðað að fjárfestingar en við þurfum ekki að selja auðlindina sjálfa.“ Hún segir mikilvægt að standa vörð um auðlindir landsins fyrir framtíðar kynslóðir og velmegun þjóðarinnar. „Þegar maður hefur þekkingu á þessum auðlindamálum þá rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna hafa áhrif á þau þannig að sagan sem við getum sagt verði sem næst því að við getum verið jafn stolt af henni þegar ég er að segja söguna af Landsvirkjun eða hvernig við byggðum upp jarðhitann fyrir samfélagið hér að hvernig við börðum fyrir landhelginni.“ Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þetta segir Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, kennari við miðstöð norðurslóða við Harvard og frambjóðandi Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi og segir kaup erlendra aðila á jörðum hér á landi ágerast mjög hratt. Hún segist fagna umfjöllun um málefnið og ítrekar að þetta sé henni hjartans mál og ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi farið í pólitík. Íslendingar þurfi að bregðast við áður en það verður of seint. Benti á ásókn í vatn þjóðarinnar fyrir ári Fréttastofa greindi frá því í gær að Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Í kvöld var greint frá því að erlendir fjárfesta hafi boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda. Fjárfestarnir ásældust fjölda annarra jarða að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Halla benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar segir að sífellt fleiri fyrirtæki ásælist vatnsauðlind þjóðarinnar. Snúa þróuninni við áður en það verður um seinan Halla segir það brýnt að við bregðumst við þessari þróun sem allra fyrst áður en það verði of seint. „Ef þú horfir á hver þróunin er á aðgengi að vatni í heiminum þá er orðið miklu erfiðara að nálgast vatn í sumum af þeim landbúnaðarríkjum sem við treystum á. Vatnið er olía okkar tíma og framtíðarinnar. Ekki bara út frá grænni orku heldur líka er þetta þessi grunnvatnsauðlind sem er svo falin. Þetta er ótrúlegt ríkidæmi og þetta er svona slagur sem þarf að taka núna.“ Hún ítrekar að ef erlendir kaupendur falla frá geti það orðið enn meiri vandkvæðum bundið að kaupa auðlindirnar til baka. „Við verðum að bregðast við áður en það verður of seint. Við þurfum að setja ákveðnar takmarkanir eins og í löndunum í kringum okkur. Það eru takmarkanir ef þú horfir til Noregs, það eru takmarkanir ef þú horfir til Danmerkur og Finnlands.“ Hægt að leyfa fjárfestingar án þess að selja auðlindina sjálfa Málið varði hagsmuni til lengri tíma og fullveldi þjóðarinnar í framtíðinni. Mikilvægt sé að kortleggja vatnsauðlindir Ísland til að tryggja matvælaframleiðslu hér á landi. „Það eru vatnsbirgðir geymdar eins og olíubirgðir í sumum ríkjum. Við höfum þetta ríkidæmi og erum ekki búin að kortleggja okkar vatnsauðlind en erum samt byrjuð að selja jarðir og oft á þeim stöðum þar sem vitað er að sé gott grunnvatn.“ Hún tekur fram að það þurfi alls ekki að útiloka alþjóðaviðskipti og fjárfestingar til tryggja auðlindirnar. „Eins og í Ástralíu sem er mjög auðlindaríkt ríki, þá er það þannig að þú getur fengið nýtingarleyfi og verið að flytja út vatn en þú ert þá bara með tímabundið leyfi til að nýta auðlindina. Við getum farið alþjóðlegt samstarf og laðað að fjárfestingar en við þurfum ekki að selja auðlindina sjálfa.“ Hún segir mikilvægt að standa vörð um auðlindir landsins fyrir framtíðar kynslóðir og velmegun þjóðarinnar. „Þegar maður hefur þekkingu á þessum auðlindamálum þá rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna hafa áhrif á þau þannig að sagan sem við getum sagt verði sem næst því að við getum verið jafn stolt af henni þegar ég er að segja söguna af Landsvirkjun eða hvernig við byggðum upp jarðhitann fyrir samfélagið hér að hvernig við börðum fyrir landhelginni.“
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira