Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Eflingar mun greiða atkvæði með miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, og telur ekkert annað vera í stöðunni. Framkvæmdastjóri SA gerir ráð fyrir því að félagsmenn greiði atkvæði með tillögunni. Við fjöllum um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Umfangsmikil leit hafin á ný

Leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag, hófst á ný í morgun með sama sniði og í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing til okkar í myndver í beinni útsendingu.

„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara

Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu.

Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna- og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Við fjöllum um málið, sem kennt hefur verið við Euromarket, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við einn sakborninga.

Hefur enn ekki getað horft á myndbandið af slysinu

Ung kona sem slasaðist alvarlega á Crossfit-móti í janúar er þakklát fyrir góðan bata. Hún á þó eftir að vinna alveg úr andlega þætti batans; enn situr ýmislegt í henni eftir slysið. Hún hefur til dæmis ekki getað fengið sig til að horfa á myndband sem náðist af slysinu.

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.

Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks

Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra.

Sjá meira