Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5.2.2023 08:01
Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. 2.2.2023 20:01
Eitt helsta kennileiti Vesturbæjar stórskemmt Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný. 2.2.2023 10:01
„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. 2.2.2023 07:01
Borðaði ekkert í mánuð og rauf föstuna í fréttatímanum Íslenskur karlmaður sem fastaði allan janúarmánuð léttist um rúm tuttugu kíló á meðan föstunni stóð. Honum leið vel allan tímann, að eigin sögn, og langaði aldrei í hamborgara. Við hittum kappann í dag og fylgdumst með honum brjóta föstuna. 1.2.2023 19:31
Krummi í lagi en alls ekki Kisa Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn. 1.2.2023 09:40
Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust. 31.1.2023 11:05
Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. 31.1.2023 07:01
„Þetta er óþekkjanlegt“ Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. 29.1.2023 20:30
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. Kjaramálin verða í eldlínunni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 29.1.2023 11:59