Þá fer Heimir Már yfir pólítíska landslagið en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum 2021. Forsætisráðherra kippir sér ekki upp við skoðanakannanir. Þá segir innviðaráðherra mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna.
Við förum einnig ítarlega yfir hádramatísk réttarhöld vestanhafs, sem fengu lyktir í dag þegar hinn aðsópsmikli lögmaður Alex Murdaugh fékk lífstíðardóm fyrir morð á syni sínum og eiginkonu. Hann heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Þá fjöllum við um uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn sem færir íslenskum loðdýrabændum von, heimsækjum mikið menningarhús í Neskaupstað og verðum í beinni útsendingu frá Tjarnarbíó, þar sem sýning með fótboltabullur í forgrunni fer fram í kvöld.