Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári.

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12 og er hægt að hlusta á þær í spilaranum hér fyrir neðan. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsdeildar lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjá meira