Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Viðvaranir hafa þegar tekið gildi í Bretlandi vegna ofsahita. Veðurfræðingur segir mikla hættu á ferð og að hitabylgjur verði tíðari á næstu árum. Norðurlandabúar gætu þurft að undirbúa sig sérstaklega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 17.7.2022 11:49
Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. 16.7.2022 20:42
„Þetta er allt að springa á sama tíma“ Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga. 16.7.2022 20:31
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 16.7.2022 18:00
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 11:40
Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. 15.7.2022 20:00
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15.7.2022 12:10
„Við lokum á nýnasista og rasista“ Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. 15.7.2022 11:56
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Björn Zöega, nýjan stjórnarformann Landspítala og forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Hann segir að störfum gæti fækkað á Landspítala með hagræðingartillögum nýrrar stjórnar, sem skipuð var í gær. Tími sé kominn á breytingar. 14.7.2022 11:45
Skeiðarárjökull hopaði mest Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn. 14.7.2022 07:19