Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir.
Telma Tómasson les kvöldfréttir.

Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.

Þá fjöllum við um umdeilda heimsókn Joe Bidens Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu og ræðum við framkvæmdastjóra Aurbjargar, sem segir fólk geta sparað sér gríðarháar fjárhæðir með því að fara reglulega yfir lánakjör sín. 

Við sýnum einnig frá opnunardegi nýrra sjóbaða Skúla Mogensen við Hvammsvík í Hvalfirði, kynnum okkur sandskort sem hrjáir nú golfklúbba landsins og fylgjum Magnúsi Hlyni á ferð hans um landið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×