Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“

Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. 

Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg

Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima.

Hönnuðurinn sér engan tilgang með breytingunni

Þröstur Magnússon grafískur hönnuður, sem hannaði merki Olís fyrir nær hálfri öld, kveðst ekki sjá tilganginn með því að skipta merkinu út fyrir nýtt líkt og nú er verið að gera. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja,“ segir þessi afkastamikli hönnuður, sem skapað hefur fleiri merki sem Íslendingar ættu flestir að kannast við.

Skellir í lás eftir 35 ára rekstur

Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu.

Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið

Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins.

„Það er ekkert plan B“

Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi.

Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast

Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega.

Sjá meira