fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bundið slitlag boðið út á vegarkafla á Vatnsnesi

Íbúar á vestanverðu Vatnsnesi við Húnaflóa sjá núna loksins fram á vegarbætur. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu Vatnsnesvegar á liðlega sjö kílómetra kafla norðan Hvammstanga, frá Kárastöðum að Skarði í Miðfirði.

Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð

Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl.

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn

Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra.

Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði

Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði.

Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna

Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina.

Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu

Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár.

Sjá meira