fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur

Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn

Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu.

Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda

Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn.

Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga

Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings.

Sjá meira