Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31.8.2022 23:31
Köfunarþjónusta byggist upp til að þjóna fiskeldi á Austfjörðum Sérhæft köfunarfyrirtæki með fjórum atvinnuköfurum er orðið til á Austfjörðum. Helstu verkefni eru í kringum fiskeldi auk almennrar þjónustu við útgerðir fiskiskipa. 30.8.2022 23:06
Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27.8.2022 22:33
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26.8.2022 22:12
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6.8.2022 22:10
Allra augu beinast að svæði sem í fyrra var talið líklegast til að gjósa Augu jarðvísindamanna, sem og fróðleiksþyrstra landsmanna um næsta eldgos á Reykjanesskaga, beinast núna að svæði austan og norðaustan Fagradalsfjalls sem liggur til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingadölum í fyrra og í átt að hinu svipmikla fjalli Keili. Þar benda mælingar til að kvika streymi núna inn í kvikugang sem gæti brotist upp til yfirborðs á næstu dögum með eldgosi. 2.8.2022 22:50
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2.8.2022 15:36
Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. 1.8.2022 22:20
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31.7.2022 22:02
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30.7.2022 13:26