Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. 4.3.2022 23:30
Börn taka umræðuna inn á sig Stríðið í Úkraínu hvílir þungt á sumum börnum hér á landi en sum reyna að hugsa sem minnst um það. Sálfræðingur segir að foreldrar geti með sinni hegðun haft áhrif á hversu mikið börnin taki stríðið og afleiðingarnar af því inn á sig. 4.3.2022 19:59
Toppi faraldurs mögulega náð og Þórólfur á leið í tímamótafrí Sóttvarnalæknir telur að toppnum á kórónuveirufaraldrinum sé mögulega náð og að faraldurinn sé hugsanlega á leið niður. 4.3.2022 12:28
Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. 3.3.2022 23:31
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3.3.2022 21:01
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2.3.2022 18:39
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2.3.2022 11:07
Leiklist nýtt til efla börnin Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli. 10.2.2022 22:01
Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. 9.2.2022 19:08
Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. 9.2.2022 16:36