Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minna nú á skoðun öku­tækja á Ísland.is

Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is og nýtir nú pósthólfið til að minna eigendur ökutækja á skoðunartíma ökutækisins. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að með því að tengjast pósthólfinu voni þau að þeim gefist kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini.

Lög­regla stöðvaði ung­linga­partý í Guð­mundar­lundi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á föstudag afskipti af hópi unglinga sem safnaðist hafði saman í Guðmundarlundi í Kópavog. Einhverjir þeirra voru með áfengi við hönd en ekki margir. Barnavernd hefur aðkomu að einhverjum málanna.

Kjós­endur hafi nýtt for­seta­kosningar til að senda pólitíkinni skila­boð

Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi segir mikla þreytu meðal almennings á núverandi ríkisstjórn og niðurstöður kannanna endurspegli það. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 14,7 prósenta fylgi og Samfylkingin með mest fylgi, 27,1 prósent. Miðflokkurinn er með 12,7 prósent í sömu könnun og Vinstri græn fimm prósent. 

Varað við felli­bylnum Ber­yl sem er á leið yfir Karíba­hafið

Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 

Fleiri for­eldrar í vanda með máluppeldi en áður

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segi foreldra þurfa meiri og betri leiðbeiningar fyrir talþjálfun barna sinna. Tinna rekur Tröppu, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjónustu fyrir börn, og hefur gert það síðustu tíu árin. Hún segir ekki margt hafa breyst í vanda barna en að foreldrar þurfi meiri aðstoð nú en áður. 

Ís­lensk hug­búnaðar­lausn greinir kol­efnis­spor inn­kaupa fyrir­tækja

Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi.

Um 220 ein­staklingar verið flaggaðir vegna ógnandi hegðunar á spítalanum

Frá árinu 2005 hafa kennitölur 220 einstaklinga verið flaggaðar á Landspítalanum vegna ógnandi hegðunar við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir fyrirkomulagið nauðsynlegt til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga.

Flestar í­búðir seljist undir eða á aug­lýstu verði

Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári.

Gul við­vörun á Aust­fjörðum og Suð­austur­landi

Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun.

Sjá meira