Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Víbradorar á víða­vangi og nærbuxnalausar konur

Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi.

Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti

Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum.

„Lausa skrúfan“ seld á Akur­eyri

„Lausa skrúfan“ er yfirskrift á átaki hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, sem hefst í næsta mánuði í þeim tilgangi að tryggja enn frekar starfsemi Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi.

Nýtt 68 her­bergja hótel byggt á Hvols­velli

Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars.

Prammi á ferðinni á Ölfus­á vegna nýrrar brúar

Það er ekki á hverjum degi, sem það sést prammi sigla á Ölfusá við Selfoss en það gerðist þó í dag þegar byrjað var að flytja vélar og tæki í Efri Laugardælaeyju til að hefja jarðvegsrannsóknir á eyjunni en nýja Ölfusárbrúin mun meðal annars fara þar yfir.

Um­hverfis- og tækni­svið uppsveita á Laugar­vatni

Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin.

Ný heilsu­gæslu­stöð opnuð í Vogum

Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid.

Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll

Ærslabelgur og aparóla eru efst á óskalista hjá börnum og unglingum á Hvolsvelli en það mál og fleiri munu þau ræða á Barna- og ungmennaþingi, sem haldið verður á morgun sunnudag.

Sjá meira