Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vöntun á hrossum til slátrunar

Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss.

Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ

Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi.

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf

Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna.

Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu

Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll.

Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys.

Þórður í Skógum er 100 ára í dag

Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur.

Abba-æði í Keflavík

Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa.

Sjá meira