Þórður í Skógum er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2021 16:43 Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnar 100 ára afmæli sínu í dag, 28. apríl 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira