Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda. 30.3.2025 16:22
Richard Chamberlain er látinn Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. 30.3.2025 14:59
„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. 30.3.2025 14:00
Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ KUSK og Óviti gáfu nýverið út „LÆT FRÁ MÉR LÆTI“ sem er fyrsta lagið af komandi breiðskífu þeirra, RÍFAST. Platan markar stökk úr svefnherbergispoppi í taktfasta raftónlist og sækir innblástur í rifrildi fólks. 30.3.2025 10:02
Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Formaður Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) lagði fram tillögu um afnám hámarkssetu í formannsstóli fyrir aðalfund félagsins. Eftir viðbrögð stjórnar dró formaðurinn tillöguna til baka og er nú í námsleyfi til áramóta. Að lokinni tíu ára setu sinni í mars 2026 mun formaðurinn fá tíu mánaða biðlaun. 27.3.2025 16:05
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27.3.2025 12:30
Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Versta mögulega sviðsmyndin fyrir Ísland er að lenda á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Ólíklegt sé að hún raungerist en yfirvöld þurfi að gæta viðskiptahagsmuna bæði til austurs og vesturs og tryggja áframhaldandi greiðan aðgang að mörkuðum. 27.3.2025 09:13
Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Bingó Flokks fólksins fer fram í sal flokksins í Grafarvogskirkju við Fjörgyn klukkan 13 eins og alla aðra mánudaga. Bingóstjórinn segir flokkinn standa sína plikt við grasrótina þó gusti um hann í fjölmiðlum. 24.3.2025 12:30
Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. 24.3.2025 11:08
Réttarhöld hafin yfir Depardieu Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. 24.3.2025 10:10