Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Ómar hafa hótað pari mál­sókn vegna við­tals

Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna.

Númer 3 en stefna á toppinn

Ragnar Steinn Þórsson og Oddur Þórisson hafa unnið saman að tónlist undanfarin fimm ár og ákváðu í lok síðasta árs að slá loksins til og gefa út tónlist undir nafninu Númer 3. Þeir hafa gefið út eina smáskífu og eina plötu og eru hvergi nærri hættir.

Spáð fyrir um enda­lok um­brota við Grinda­vík

Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars.

Heyrðu fyrst frá blaða­manni um dóms­málið og að þau hefðu tapað því

Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Ís­lendingar funda með UNRWA

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA.

Segir sveitar­fé­lögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir.

Sjá meira