Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. 7.11.2023 21:39
„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7.11.2023 19:36
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7.11.2023 18:48
Snjóflóðahætta í Hlíðarfjalli Varað er við mikilli snjóflóðahættu við Hlíðarfjall á Akureyri næstu daga. Þrjú snjóflóð hafa fallið úr fjallinu í dag. 7.11.2023 18:01
Gerður opnar aðra Blush verslun Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjabúðarinnar Blush, hyggst opna aðra verslun á næsta ári. Hún vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu nýju verslunarinnar. 7.11.2023 17:36
Losnaði úr fangelsi fjórum mánuðum eftir tveggja ára dóm Karlmaðurinn sem særðist í skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku losnaði úr fangelsi í sumar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í mars fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en losnaði úr fangelsi í júlí. Ástæðan mun vera sú að hann hafði þegar afplánað stóran hluta refsingar sinnar í gæsluvarðhaldi. 7.11.2023 14:43
Borgarstjóri vígði nýja rennibraut Borgarstjóri, afmælisbörn úr Dalsskóla og fleiri nemendur vígðu í dag nýjar vatnsrennibrautir við Dalslaug í Úlfarársdal. 6.11.2023 23:08
Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 6.11.2023 22:13
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6.11.2023 20:46
Varaaflsvélar komnar til Grindavíkur Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. 6.11.2023 20:06