Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16.2.2021 18:33
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15.2.2021 14:32
Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri Um eittleytið í dag varð umferðarslys á Glerárgötu við Grænugötu á Akureyri en ekið var á gangandi vegfaranda. 12.2.2021 14:23
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11.2.2021 16:21
Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9.2.2021 12:32
Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. 8.2.2021 14:45
Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5.2.2021 12:10
Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum. 4.2.2021 17:11
Segir börn Freyju í öruggum höndum hjá ættingjum Freyja Egilsdóttir og fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem hefur játað á sig morðið, áttu saman tvö ung börn. 4.2.2021 16:20
Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4.2.2021 14:21