Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Margrét Helga Erlingsdóttir og skrifa 11. febrúar 2021 16:21 Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að það sé starfsfólkinu mikill léttir að nú sé enginn inniliggjandi með virka COVID-19 sýkingu. Stöð 2/Sigurjón Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. „Þetta er alveg ótrúlega ánægjulegt vegna þess að við erum búin að standa í þessu, meira og minna, síðan 28. febrúar síðastliðinn þannig að þetta er orðið hartnær eitt ár.“ Már segir að léttara sé yfir starfsfólkinu og að í morgun hafi það sent hvert öðru hamingjuóskir með áfangann. „Við í farsóttarnefndinni höfum verið að senda pósta okkar á milli og ég veit líka að aðrir hafa verið að gera það. Fólk er bara mjög glatt með þetta.“ Góður árangur í faraldrinum engin tilviljun Már telur að aðallega tvennt hafi orðið til þess að skapa þessa góðu stöðu. Annars vegar sé það samtakamáttur og árvekni almennings sem hafi staðið sig ofboðslega vel í að fara eftir leiðbeiningum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Hins vegar sé það verklag og reynsla sem hafi skapast innan heilbrigðiskerfisins og almannavarna á borð við smitrakningu, göngudeild og læknavaktina. „Með stofnsetningu göngudeildar COVID-19 gátum við verið í sambandi við hvern einasta einstakling sem greindist með sýkinguna og fylgst með þeim með reglubundnum hætti. Þannig gátum við gripið inn í áður en til innlagnar kom hjá mjög mörgum einstaklingum – ekki alveg öllum – en þorra fólks og þannig komið í veg fyrir innlagnir á spítalann. […] Þegar maður leggur þessa þætti saman þá held ég að þetta sé það sem gerir það að verkum að við vorum ekki alveg á hvolfi. Við vorum þó ansi nálægt því síðasta vor en þá vissum við minna og vorum að læra inn á þetta. Það voru til dæmis miklu færri gjörgæsluinnlagnir í haust þrátt fyrir að fleiri hafi greinst með veiruna þá.“ Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans í kórónuveirufaraldrinum.Þorkell Þorkelsson Full ástæða til að vera bjartsýn Það sé þó ekki aðeins verklagið sem vinni með okkur núna. Heilmikil reynsla og þekking hafi orðið til eftir fyrstu bylgju faraldursins. „Við höfðum líka sértækari lyfjum á að skipa í haust, eins og Favipiravir og Remdesivir og steranotkunin. Þetta er allt saman lærdómur sem skapaðist í lok fyrstu bylgjunnar. Síðan kemur ágætis sjúkdómshlé yfir sumarið og síðan þegar þetta skellir á okkur í haust þá bjuggum við að þessu viðbragði og sértæku meðulum. Allir þessir þættir lögðust á eitt við að hjálpa okkur að glíma við veiruna með þessum hætti sem í rauninni leiða til þessa gleðidags í dag.“ Már segir aðspurður að það sé full ástæða fyrir landsmenn að vera bjartsýnir varðandi næstu mánuði. Gott kerfi sé á landamærunum, þjóðin sé samstillt og góð þekking hafi skapast á spítalanum en bólusetningin sé ekki síst gleðiefni. „Þessi hernaðaráætlun að bólusetja þá sem standa höllustum fæti annars vegar og framvarðarsveitina hins vegar sé að skila okkur í ákveðinni fullvissu um að jafnvel þótt eitthvað komi upp á þá séum við búin að verja þá allra elstu og hrumustu en einnig okkar framlínusveit. Við ættum því ekki að lenda í viðlíka áföllum og við höfum séð á sjúkrahúsum erlendis þar sem fólk hefur verið algjörlega kaffært, annars vegar vegna veikra og aldraðra og hinsvegar vegna skorts á starfsfólki og veikinda þeirra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega ánægjulegt vegna þess að við erum búin að standa í þessu, meira og minna, síðan 28. febrúar síðastliðinn þannig að þetta er orðið hartnær eitt ár.“ Már segir að léttara sé yfir starfsfólkinu og að í morgun hafi það sent hvert öðru hamingjuóskir með áfangann. „Við í farsóttarnefndinni höfum verið að senda pósta okkar á milli og ég veit líka að aðrir hafa verið að gera það. Fólk er bara mjög glatt með þetta.“ Góður árangur í faraldrinum engin tilviljun Már telur að aðallega tvennt hafi orðið til þess að skapa þessa góðu stöðu. Annars vegar sé það samtakamáttur og árvekni almennings sem hafi staðið sig ofboðslega vel í að fara eftir leiðbeiningum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Hins vegar sé það verklag og reynsla sem hafi skapast innan heilbrigðiskerfisins og almannavarna á borð við smitrakningu, göngudeild og læknavaktina. „Með stofnsetningu göngudeildar COVID-19 gátum við verið í sambandi við hvern einasta einstakling sem greindist með sýkinguna og fylgst með þeim með reglubundnum hætti. Þannig gátum við gripið inn í áður en til innlagnar kom hjá mjög mörgum einstaklingum – ekki alveg öllum – en þorra fólks og þannig komið í veg fyrir innlagnir á spítalann. […] Þegar maður leggur þessa þætti saman þá held ég að þetta sé það sem gerir það að verkum að við vorum ekki alveg á hvolfi. Við vorum þó ansi nálægt því síðasta vor en þá vissum við minna og vorum að læra inn á þetta. Það voru til dæmis miklu færri gjörgæsluinnlagnir í haust þrátt fyrir að fleiri hafi greinst með veiruna þá.“ Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans í kórónuveirufaraldrinum.Þorkell Þorkelsson Full ástæða til að vera bjartsýn Það sé þó ekki aðeins verklagið sem vinni með okkur núna. Heilmikil reynsla og þekking hafi orðið til eftir fyrstu bylgju faraldursins. „Við höfðum líka sértækari lyfjum á að skipa í haust, eins og Favipiravir og Remdesivir og steranotkunin. Þetta er allt saman lærdómur sem skapaðist í lok fyrstu bylgjunnar. Síðan kemur ágætis sjúkdómshlé yfir sumarið og síðan þegar þetta skellir á okkur í haust þá bjuggum við að þessu viðbragði og sértæku meðulum. Allir þessir þættir lögðust á eitt við að hjálpa okkur að glíma við veiruna með þessum hætti sem í rauninni leiða til þessa gleðidags í dag.“ Már segir aðspurður að það sé full ástæða fyrir landsmenn að vera bjartsýnir varðandi næstu mánuði. Gott kerfi sé á landamærunum, þjóðin sé samstillt og góð þekking hafi skapast á spítalanum en bólusetningin sé ekki síst gleðiefni. „Þessi hernaðaráætlun að bólusetja þá sem standa höllustum fæti annars vegar og framvarðarsveitina hins vegar sé að skila okkur í ákveðinni fullvissu um að jafnvel þótt eitthvað komi upp á þá séum við búin að verja þá allra elstu og hrumustu en einnig okkar framlínusveit. Við ættum því ekki að lenda í viðlíka áföllum og við höfum séð á sjúkrahúsum erlendis þar sem fólk hefur verið algjörlega kaffært, annars vegar vegna veikra og aldraðra og hinsvegar vegna skorts á starfsfólki og veikinda þeirra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54