Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. 4.4.2025 13:02
Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. 3.4.2025 19:27
Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3.4.2025 15:33
Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Ólafur Jóhann Steinsson samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður segir að dagurinn þegar hann fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð og dagarnir á eftir hafi verið þeir erfiðustu sem hann hafi lifað. Ólafur Jóhann hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú kominn með glænýja hjartaloku sem heyrist vel í. 3.4.2025 07:02
Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar. 3.4.2025 07:02
Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Áætlunin verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan níu. 31.3.2025 08:31
Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn. 30.3.2025 07:03
Bitin Bachelor stjarna Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins. 28.3.2025 08:32
Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. 27.3.2025 15:01
Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. 27.3.2025 11:38