Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Okkar eigið Ís­land: Plataði vini sína uppi á jökli

Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana.

Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba

Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar.

Sást með huldumanni

Mjaðmir kólumbísku söngkonunnar Shakiru ljúga engu og heldur ekki bros hennar en söngkonan knáa sást á stefnumóti með huldumanni í Miami borg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Erlendir slúðurmiðlar hafa keppst við að fjalla um stefnumótið en myndir náðust af söngkonunni úti að borða með kappanum, sem ekki sést framan í.

Ó­vin­sæll í vina­hópnum

Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil.

Kominn í pásu frá sterunum

Guðmundur Emil Jóhannsson eða Gummi Emil segist vera í pásu frá sterum. Hann hefur engar áhyggjur af lungnabólgu þrátt fyrir að vera alltaf ber að ofan og segir ekki tíma kominn á að eignast kærustu. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til kappans í Íslandi í dag.

Mun gráta þegar nýr eig­andi fær lyklana í hendurnar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur sett íbúð sína á Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Aldís segist eiga margar og góðar minningar úr íbúðinni, það verði tilfinningaþrungin stund þegar hún afhendi nýjum eiganda lyklana.

Alltaf að tala um barn­eignir

Hjónin Simon Biles og Jonathan Owens eru alltaf að tala um að eignast börn. Þetta segir bandaríska fimleikagoðsögnin sem segir þó að hún og eiginmaður hennar ætli ekki að láta af verða alveg strax.

Til­einkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“

„Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld.

Sjá meira