Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 

Sprengisandur: Úkraína, staða heimilislausra og kjaramál á dagskrá

Ýmislegt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi sem er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf

Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. 

Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands

Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór.

Stormur á Norðurlandi og varað við grjóthruni

Í dag er spáð sunnan hvassviðri og stormi norðvestantil á andinu, einkum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum framan af degi. Vegagerðin varar við grjóthruni og brotholum á vegum.

Sjá meira