Innlent

Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það stórsér á mörgum veggjum Vesturbæjarins eftir að maður krotaði stafina HNP á fjöldann allan af veggjum. Hann sést hér að verki á aðfaranótt laugardags.
Það stórsér á mörgum veggjum Vesturbæjarins eftir að maður krotaði stafina HNP á fjöldann allan af veggjum. Hann sést hér að verki á aðfaranótt laugardags. aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 

Vísi barst myndir af meintum veggjakrotara þar sem hann gekk framhjá Melabúðinni og virðist halda á spreybrúsa. Kaupmenn í Melabúðinni voru þó snöggir til daginn eftir og máluðu yfir stafina „HNP“ sem búið var að krota á búðina.  

Myndirnar eru stillur úr myndbandi sem Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að lögreglan hafi undir höndum. Lögreglan er hins vegar engu nær um hver hafi staðið að verki. Málið sé á frumstigum rannsóknar, að sögn Ásmundar.

Það sást til veggjakrotarans við hlið Melabúðarinnar á aðfaranótt laugardags.aðsend

Auk Melabúðarinnar krotaði maðurinn á bílskúr og hús á Hjarðarhaga og víðar í Vesturbæ. 

Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.KTD

Tengdar fréttir

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×