Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómar þyngdir vegna stórtæks lyfjasmygls

Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóma yfir þremur sakborningum, einum karlmanni og tveimur konum sem fluttu inn mikið magn fíkniefna. Efnin fluttu þau frá Wroclaw í Póllandi. Hlaut maðurinn þriggja ára fangelsisdóm og konurnar tveggja ára fangelsisdóm. 

Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu

Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun.

Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks

Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps

Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago.

Tvíbreið brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi vígð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag þátt í vígslu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Hann er vongóður um að fækka einbreiðum brúm niður í 29 fyrir árslok en þær eru nú 31. 

Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni.  Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun.

Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota

Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð.

Fimmtán nýir athafnastjórar hjá Siðmennt

Fimmtán nýir athafnastjórar útskrifuðust úr nýliðaþjálfun Siðmenntar á Hellu um helgina. Um er að ræða hóp nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu.

Sjá meira