Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rauð viðvörun vegna stormviðris

Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma.

Ekki ákærð tvisvar fyrir sama brot eftir háskalega eftirför

Landsréttur felldi í vikunni úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem máli konu, sem veitt var háskaleg eftirför vegna innbrotshrinu, var vísað frá þar sem dómurinn taldi lögreglustjóra hafa ákært konuna tvisvar fyrir sama brot. 

Saka hvor aðra um njósnir og innbrot

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakar Agnieszku Ewu Ziólkowsku, fyrrverandi formann Eflingar um að stunda njósnir með aðgangi hennar að tölvupóstfangi Sólveigar hjá Eflingu. Agnieszka segir að hún hafi gefið Sólveigu frest, samkvæmt starfslokasamningi, til að fjarlægja persónuleg gögn úr tölvupósthólfi. Hún segir að sér hafi borið að nálgast gögn Sólveigar og Viðars til að halda starfsemi Eflingar áfram.

Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin

Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma.

Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa

OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni.

Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“

Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 

Vill reisa leikvöll til minningar um Alexöndru Eldey

„Ég er bara móðir í sorg að reyna að gera eitthvað fallegt,“ skrifar Birgitta Sigursteinsdóttir um tillögu sína um að reisa leikvöll til minningar um dóttur hennar Alexöndru Eldey Finnbogadóttur (15.10.20-18.6.22) sem lést úr bráðri heilahimnubólgu í sumar. 

Biðja nemendur afsökunar

Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda.

Ground Zero lokað

Netkaffihúsið og tölvuleikjamiðstöðin Ground Zero kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um 20 ár. 

Sjá meira