Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn.

Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló

Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili.

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi

Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 

Skýjað en þó bærilegasta veður

Svo virðist sem að síðasti sólríki sumardagurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í gær. Í dag verður skýjað en þó bærilegasta veður þar sem hiti verður  til 16 stig.

Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók

Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna.

Líf og fjör í túninu heima

Bæjarhátíðin í Túninu heima er nú í fullum gangi en hún fer jafnan fram síðustu helgina í ágúst. 

Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu

Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni.

Sjá meira