Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sólríkur dagur framundan

Það er sólríkur dagur í kortunum í dag víðs vegar um landið. Sennilega er um að ræða einn af síðustu sumardögum ársins, ef marka má veðurspá næstu vikuna.

Töluvert um innbrot í nótt

Nokkuð erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er að baki, af dagbók embættisins að dæma.

Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum

Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins.

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Edda Björgvins selur íbúð sína á Skólavörðustíg

Ein ástsælasta leikkona landsins, Edda Björgvinsdóttir, hefur sett íbúð sína á Skólavörðustíg 6a á sölu. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð, 74,5 fermetrar og er ásett verð tæplega 69 milljónir.

Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð

Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 

Kona og barn skotin á leikvelli í Svíþjóð

Kona og ungt barn voru flutt særð á sjúkrahús eftir að hafa verið skotin á leikvelli í Årby í Eskilstuna, borg vestur af Stokkhólmi. Þau eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglu.

Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga

Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf.  Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða.

Sjá meira