Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björgunarsveit kölluð út vegna tveggja slysa hjá Glymi

Útkall barst á Björgunarsveitum á Vesturlandi rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna göngukonu sem hrasaði og slasaðist á fæti á leið að Glymi í stórum gönguhóp. Skömmu síðar barst annað útkall vegna ferðamanns sem hafði runnið niður gil steinsnar frá fyrri slysstað. 

Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. 

Dóm­stóll í Pól­landi bannar „svæði án hin­segin fólks“

Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis.

Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin

Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja.

Hefur á­hyggjur af aukinni dag­drykkju eldri borgara

Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. 

Sjá meira