Innlent

Hlaut lífs­hættu­lega á­verka vegna stunguárásar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi. Íbúð hefur verið innsigluð vegna málsins.
Mynd frá vettvangi. Íbúð hefur verið innsigluð vegna málsins. Vísir

Einstaklingur sem var stunginn í Grafarvogi í nótt hlaut lífshættulega áverka. Hann var fluttur á á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Um klukkan þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi þar sem hnífi hafði verið beitt. Lögregla fór þegar á vettvang og hafði töluverðan viðbúnað vegna málsins. 


Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Tveir voru handteknir og voru þeir yfirheyrðir í dag. Aðilar að málinu eru á þrítugs- og fertugsaldri.

Greint var frá málinu í dagbók lögreglunnar í morgun. Þar sagði að rannsókn málsins miði vel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×