Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stal tæplega 20 þúsund lítrum af bensíni

Karlmaður var í gær dæmdur í 90 daga skiloðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa fyrir stolið tæplega 20 þúsund lítrum lítrum af eldsneyti, að andvirði 3,6 milljónum króna.

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Megavikupítsur orðnar hundrað krónum dýrari

Pítsa á matseðli í Megaviku, tilboðsviku Domino‘s, hefur hækkað í verði um eitt hundrað krónur. Pítsan kostaði lengi vel 1.590 krónur, hækkaði þá í 1.690 og var verðið enn hækkað um hundrað krónur í þessari viku og stendur nú í 1.790 krónum.

Töf Sam­herja­málsins valdi réttar­spjöllum ofan á orð­spors­á­hættu

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna.

Hyggjast banna lausa­­göngu katta að nætur­lagi

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu.

Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu

Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu.

Sjá meira