Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:31 George Baldock í leik með Sheffield United á síðustu leiktíð. Vísir/Getty George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024 ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Sjá meira
Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024
ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Sjá meira