Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

ISIS birtir hryllingsmyndbönd af á­rásinni

Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina.

Missti fimm­tán kíló á sjö vikum í Taí­landi

Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. 

Kirkjunnar fólk messar yfir Berglindi og Gísla

Innslag Berglindar Festival í spjallþættinum Vikunni með Gísla Marteini, þar sem inntakið er fáviska landans um uppruna páskana, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Kirkjunnar fólk notar píslarsöguna úr Biblíunni til að sýna fram á meinta vitleysu sjónvarpsfólksins.

Telur ljóst að átt sé við sig og gagn­rýnir Flokk fólksins

Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. 

Bíla­stæði uppbókuð yfir páskana

Langtímastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nú uppbókuð fram yfir páskana. Það er því ekki hægt að ferðast bílleiðis á völlinn og fá bílastæði nema stæðið hafi verið bókað fyrirfram.

Sjá meira