Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað

BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum.

Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar

„Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir.

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Tilkynntur til lögreglu fyrir að spila Bubba

Maður var tilkynntur til lögreglu í dag vegna hávaða og láta í heimahúsi í Árbæ. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að maðurinn var að spila lög með Bubba Morthens.

Krókódílar færir um eingetnað

Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin.

Enn engin niðurstaða í sjónmáli

Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur hefur staðið yfir í ellefu klukkustundir.

Sjá meira